PRJ2036 - Prjón
Áfangalýsing:
Í áfanganum fær nemandinn tækifæri til að þróa sínar eigin prjóna- og heklaðferðir út frá sínum hugmyndum og áhugasviði. Farið verður í gegnum ferlið frá hugmynd, skissu til prufu og tilraunar að fullkláruðu stykki. Auk þessa verður farið yfir hvernig nemendur setja tilraunir sínar fram og ganga frá fullbúinni uppskrift. Mikil áhersla verður lögð á prufugerð, skissuvinnu og sjálfstæðar tilraunir.