PLG106C - Plötu- og grindarhúsgögn
Áfangalýsing:
Í áfanganum er kennd smíði húsgagna úr trégrind og plötuefni með áherslu á samsetningar, spónlagningu og yfirborðsmeðferð. Um er að ræða húsgögn eins og borð, skápa, kommóður og rúm þar sem grindin eða undirstöðurnar eru jafnan úr gegnheilu tré með áföstu eða innfelldu spónlögðu eða máluðu plötuefni. Nemendur læra um mismunandi útfærslur húsgagna af þessari gerð, smíðistengi, efnisnotkun, framleiðsluferli m.m. Í áfanganum er lögð áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og að nemandi geti gengið úr skugga um gæði þeirra smíðaefna sem unnið er úr og að mál á einstökum smíðishlutum standist fyrir endanlega samsetningu. Kennslan er að veru-legu leyti verkleg og byggist á smíðishlutum þar sem komið er inn á alla verkþætti.