Fara í efni  

NSKXS6C - Náms og starfsfræðsla

Áfangalýsing:

Með námi í áfanganum gefst nemendum kostur á að kynnast mismunandi verknámsmöguleikum í VMA. Þeir fást við verkefni og kynnast vinnubrögðum sem munu nýtast þeim í daglegu lífi og kynnast jafnframt starfsgreinum og atvinnumöguleikum sem bjóðast að loknu starfsnámi í framhaldsskóla. Nemendur fara á milli verklegra deilda í skólanum og fá að takast á við margvísleg verkefni sem tengjast matreiðslu, myndlistar- og textílnámi, málmiðnanámi, framreiðslu, umönnun, hársnyrtiiðn, tréiðn og vélstjórn.

Til baka

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00, nema föstudaga frá kl 08:00-13:00.