Fara í efni  

NOR1536 - Norska

Áfangalýsing:

Norska 153 er grunnáfangi ætlaður þeim sem ekki tóku norsku í grunnskóla. Í áfanganum er farið í grunn málfræðinnar, orðaforði aukinn með því að lesa, skrifa og hlusta á norsku. Einnig er áhersla lögð á að kynnast landi og þjóð og læra á og nýta sér fjölmörg verkfæri á netinu sem gagnast í tungumálanáminu. Nemendur fá aðgang að gagnvirkum síðum til að æfa sig í málfræði og einnig hljóðskrám þar sem málfræðin er útskýrð. Ritmálið sem kennt er á og lesið er bókmál en einnig kynnast nemendur aðeins textum sem skrifaðir eru á nýnorsku og hlusta á mismunandi mállýsku.

Til baka

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00, nema föstudaga frá kl 08:00-13:00.