Fara í efni  

NOM2036 - Net og miðlun

Undanfari: NOM1036

Áfangalýsing:

Í áfanganum er farið í grunnatriði netstjórnunar með Windows Server (2003 eða með þeim netþjóni sem hæst ber hverju sinni) og Linux Server. Nemendur læra að setja upp netþjón og útstöð, skilgreina notendur og aðgengi þeirra, tengja netprentara og setja upp ýmsa þjónustu á netþjónunum. Auk þessa er farið í umhverfi miðjunnar (í fyrirtækjanetum), hvernig prentarar eru settir upp, hvernig netið er rekið, hvernig ugbúnaðinum er viðhaldið, hvernig diskaumhverfið er sett upp og viðhaldið, hvernig öryggisafrit er tekið og hvernig hægt er að byggja upp kerfið aftur eftir kerfisbilun (Restoring from System Failure). Þá er mikilvægt að nemendur kynnist virkni og uppbyggingu póstþjóns sem er keyrður á netþjóninum. Kennslan byggist á fyrirlestrum og mikilli verkefnavinnu þar sem áhersla er lögð á samvinnu nemenda. Að loknum áfanga eiga nemendur að vera færir um að starfa við netumsjón á fyrirtækjaneti.

Til baka

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.