NOM1036 - Net og miðlun
Áfangalýsing:
Í þessum áfanga læra nemendur um tölvusamskipti, annars vegar á staðarnetum og víðnetum og hins vegar á rauntímanetum sem notuð eru í iðnstýringum. Kennd eru lagskipt samskipti samkvæmt OSI-módelinu og TCP/IP-módelinu en þau fjalla um skipulag samskiptanna bæði á staðar- og víðnetum. Virkni einstakra hluta netanna eru útskýrð, hub, switch, router. Virkni tölvulagna bæði á staðarneti og víðneti (þráðlausar, TP og ljósleiðaralagnir). Í rauntímanetum er kennt CANopen líkanið. Kennd eru samskipti stjórneininga og útstöðva á rauntímanetum, hvernig öll samskiptin eru felld inn í fastan tímaramma til að tryggja að einstök aðgerð verði framkvæmd á réttu augnabliki (millisek.). Í áfanganum er farið vel í virkni netanna og unnin verkefni þar að lútandi. Nemendur læra um analoge þráðlausar sendingar. Nemendur læra um Instabus kerfið, physical addressur, group addressur, skipanir og virkni. Nemendur læra um IP samskipti við buskerfi, Eve remote og IR Trans. Í lok hvers verkefnis taka nemendur niðurstöðurnar saman í skýrslu.