MYS4024 - Nútíma listasaga (frá 1950)
Undanfari: MYS 302, LIM203
Áfangalýsing:
Farið verður yfir listasögu vesturlanda frá 1945 til dagsins í dag og forsendur sjónlista kannaðar. Meginmarkmið áfangans er að nemendur verði vel með á nótunum um stöðu sjónlista í samtíma sínum, að þeir skilji þær hræringar, hugmyndir og stílbrigði sem nú tíðkast. Þeir rannsaka sjónlistir samtímans í samhengi við meginþætti samfélagsgerðarinnar: stjórnarfar, fjölmiðlun, lífsgæði, hagsmuni einstakra hópa, tísku og hefðir, hugmyndafræði og heimsmynd. Kennslan verður að mestu leyti í fyrirlestra- og samræðuformi og nemendur vinna rannsóknarverkefni tengd efninu.