MYS2036 - Sjónlistir frá miðri 19.öld fram yfir miðja 20. öldina.
Undanfari: MYS 103, LIM 103 og 113
Áfangalýsing:
Í áfanganum læra nemendur um forsendur sjónlista frá Rómantík á fyrri hluta 19. aldar fram að Popplistinni um 1960. Áfanganum er skipt upp í sjö þætti þar sem skoðaðar eru megináherslur í sögu nútímalistar. Helstu þræðir listasögunnar eru raktir og settir í samhengi við samfélagsgerð og samfélagsbreytingar, stjórnarfar og tæknibreytingar. Nemendur nýta sér fjölbreytta miðla við upplýsingaleit og nýta sér tölvutækni við framsetningu verkefna sinna. Námsmatið felst í verkefnavinnu, hópvinnu, dagbókarskrifum eða ritgerð og mögulegu lokaprófi.