Fara í efni  

MYL5048 - Umhverfisteikning og málun.

Áfangalýsing:

Lokaverkefni þessa áfanga er málverk, unnið með akríllitum. Megin áhersla er lögð á ferlið frá hugmynd að málverki: frumdrög, rannsókn, formrænt þróunarferli, litur, málverk. Hvernig þróast hugmynd, hvernig verður málverk til? Myndefni er sótt í umhverfið. Nemendur spreyta sig á að byggja upp rökrænt þróunarferli sem leið til markvissrar listrænnar niðurstöðu. Engin leið er sjálfgefin, niðurstaða fæst einungis með tilraunum og verður því markvissari sem fleiri möguleikar hafa verið kannaðir, bæði hugmyndalega og tæknilega. Umræður á öllum stigum ferlisins um verk nemenda innan hópsins og einstaklingslega.

Til baka

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.