MYL4112 - Portfoliogerð
Áfangalýsing:
Námskeiðið er ætlað nemendum sem vinna að ferilmöppu/portfolio vegna umsóknar um framhaldsnám í hönnunar- og/eða listaskólum á háskólastigi. Nemendur kynnast mismunandi leiðum sem nota má í framsetningu með það að leiðarljósi að kynna sjálfa sig og verk sín. Ætlast er til að nemendur geti rætt um verk sín og rökstutt efnis val og uppbyggingu eigin ferilmöppu.