Fara í efni  

MYL2436 - Módelteikning.

Undanfari: MYL 103

Áfangalýsing:

Nemendur læra að greina mannslíkamann og teikna eftir lifandi fyrirmynd (módeli) og nota til þess mismunandi verkfæri. Í þessum áfanga er lögð áhersla á sömu grunnatriði og eru kennd í MYL 103, eða hlutföll, jafnvægi og mótun forma. Enn frekari áhersla er lögð á hraðteikningu og notuð eru fjölbreytt teikniáhöld. Nemandi teiknar eftir módeli stórar teikningar með mismunandi teikniverkfærum, langar stöður en einnig hraðteikningar. Kennari gengur á milli nemenda og leiðbeinir með sýnikennslu, ábendingum um úrlausnir og með umræðum. Einnig verða stuttir fyrirlestrar um sögu módelteiknunar og hvernig listamenn nota módelteikningu í listsköpun sinni. Notuð eru hefðbundin teikniverkfæri svo sem kol, blýantur og pensill, en einnig óhefðbundin verkfæri sem við búum til allt eftir þörfum. Notuð eru bæði stór og lítil blöð, hvít og lituð, margskonar teikniáhöld og blek.

Til baka

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.