MYL2124 - Fjarvíddarteikning
Undanfari: MYL 103, MYL112, LIM113, SJL203
Áfangalýsing:
Í áfanganum læra nemendur að nota fjarvídd til að teikna umhverfið og gera sér þannig gleggri mynd af því. Þeir læra að nota samsíða "fjarvídd" ísómetríu og hvernig hægt er að gera myndir af umhverfinu með þeirri tækni. Einnig læra nemendur að nota hefðbundna fjarvídd, þ. e. eins, tveggja og þriggja punkta fjarvídd. Í áfanganum er skynjun á formum í umhverfinu elfd og þrívíð tilfinning skerpt. Tveir þættir vega þyngst í áfanganum. Annars vegar að teikna "rétt" samkvæmt fjarvíddarteikningu en þar er svigrúm til sjálfstjáningar takmarkað. Hins vegar eru nemendur þjálfaðir í því að greina og leggja mat á eigin verk. Einnig er notkun arkitekta og myndlistarmanna á þrívíddaraðferðinni skoðuð.