MYL1124 - Hönnun og hugmyndavinna
Undanfari: SJL 104, LIM103
Áfangalýsing:
Í áfanganum kynnist nemandinn ákveðnum aðferðum til þess að virkja hugmyndir sinar og þróa. Nemandinn lærir að gera hugkort og beita synektískum aðferðum við hugmyndavinnu. Hann lærir að nota hugstormun ( brainstorming ) til þess að fanga hugmyndir og virkja hugmyndatengsl. Lögð er áhersla á þróun hugmyndar og leit eftir nýjum sjónarhornum/samhengi. Nemandinn skoðar margvíslegar útfærsluleiðir og vinnur innsetningarverk út frá eigin hugmynd. Nemandinn vinnur að hugmyndavinnu í hóp og skilar 1 hópverkefni.