Fara í efni  

MYL1036 - Módelteikning

Áfangalýsing:

Nemandinn þjálfar sig í að umbreyta þrívíðu formi mannslíkamans í tvívíða teikningu. Samvinna sjónskynjunar og hreyfingar handar er efld á ýmsa vegu. Nemandinn tileinkar sér aðferðir til að meta stærðir, stefnu, hlutföll og afstöðu mismunandilíkamsparta og raða saman í heildarmynd. Hann rannsakar á agaðanhátt byggingu og mótun forma mannslíkamans þar sem áhersla er ájafnvægi, hlutföll, hreyfingu og innsýn í þann samhljóm sem er millimódelteikningar og beina og vöðvabyggingar. Nemandinn beitir einnigfrjálsri teikningu þar sem leikur túlkun og tjáning er í forgrunni.Teiknað ogmótað er eftir lifandi fyrirmynd, beinagrind og tvívíðum myndum meðblýanti, kolum, bleki og leir meðal annars. Í tengslulm við verkefnavinnuskoðar nemandinn dæmi úr myndlistasögu og samtímalist þar semmannslíkaminn er viðfangsefið. Hann vinnur sjálfstætt að nánari skoðuná módeli og teiknistíl milli kennslustunda og ígrunda stöðugt verk sín ísamvinnu við kennara og aðra nemendur.

Til baka

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.