MSF1012 - Matseðlafræði I
Áfangalýsing:
Í áfanganum læra nemendur matseðlagerð og tengja sígildum frönskum réttarheitum.Nemendur vinna með réttaflokka og röð þeirra í stórum matseðlum og fræðast um staðbundið ogárstíðabundið hráefni í matseðlagerð. Í seinni hluta áfangans er unnið meðmismunandi tegundir matseðla svo sem morgunverðarseðla, hádegisverðarseðla,matseðla með áherslur á árstíðarbundna viðburði eins og jól, þorra og fleira. Einnig matseðla fyrir íþróttahópa, þemamatseðla og undirstöðuþætti í gerð sérréttarmatseðils.