MBGXS12 - Myndbandagerð hjá starfsbraut
Áfangalýsing:
Í áfanganum er leitast við að kenna nemendum að koma hugmyndum sínum á framfæri í gegnum vinnu með upptökuvélar, síma og stafrænar myndavélar. Myndir verða sýndar og pælt í hvernig þær eru gerðar, útfrá hvaða sjónarhorni o.fl. Nemendur verða hvattir til að velta fyrir sér litum, ljósi, skuggum og hljóði. Einnig verður myndvinnsluforrit kynnt fyrir nemendum og þeir látnir vinna með það.