MATXS24 - Matreiðsla hjá starfsbraut
Áfangalýsing:
Í áfanganum er fjallað um matarmenningu nokkurra þjóða út frá sex stoðum menntunar eins og þau koma fram í Aðalnámskrá framhaldsskóla. Stoðirnar eru læsi í víðum skilningi, menntun til sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og skapandi starf. Nemendur fræðast um sögu og uppruna matarins og hvernig hefðir, menning, trúarbrögð og fleira getur haft áhrif þar á. Nemendur munu kynnast fjölbreyttu hráefni, þjálfast í að matreiða mismunandi rétti frá ýmsum löndum og lögð er áhersla á þeir beri virðingu fyrir menningunni, hefðunum og því sem þeir eru að fást við hverju sinni.