MAT107E - Matreiðsla 1
Áfangalýsing:
Í áfanganum er farið í notkun á helstu tækum í eldhúsi, einnig á hnífum og smááhöldum sem matreiðslumaðurinn notar við störf sín. Áhersla er á sígildar undirstöðuaðferðir eins og skurð og meðferð á grænmeti, kryddjurtum, ávöxtum, fisk og kjöti. Farið er í soðgerð, sósu- og súpugerð, þá vinna nemendur með allar helstu matreiðsluaðferðir. Í áfanganum vinna nemendur við farsgerð, læra um kæliferla og bindieiginleika, einnig er farið í kald- og heitreykingu, þurr- og pækilsöltun. Nemendur vinna með hrámarineringu á fisk, skelfisk og kjöti. Unnið er með morgunverð, hádegisverð, eftirrétti og uppsetningu á köldum mat og kvöldverðarréttum. Lögð er áhersla á praktíska undirstöðu sem framhald af vinnustaðanámi. Í verklegri kennslu er farið í hvívetna eftir þeim reglum sem gilda um viðurkennd gæðakerfi.