Fara í efni  

LYF1036 - Lyfjafræði

Undanfari: Æskilegt LOL 203 og SJÚ 203

Áfangalýsing:

Þessi áfangi er blanda af almennri lyfjafræði, lyfjahvarfafræði og lyfhrifafræði. Aðal áherslan er lögð á lyfhrifafræðina, þ.e. lyfjaflokkana. Í áfanganum er farið í helstu maga- og þarmalyf, öndunarfæralyf, húðlyf, tauga- og geðlyf, sykursýkislyf, hjarta- og æðasjúkdómalyf. Einnig er farið almennt í lyfjaskrár og nemandi lærir að leita upplýsinga um lyf í Sérlyfjaskrá. Farið er stuttlega í ATC-flokkunarkerfið og í geymslu og fyrningu lyfja. Útskýrð eru ýmis atriði sem tengjast lyfjafræði, svo sem almenn verkun, staðbundin verkun, aðgengi lyfja "first-pass" áhrif, helmingunartími, læknisfræðilegur stuðull og blóðstyrkskúrfur. Einnig er farið í mismunandi lyfjaform.

Til baka

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.