Fara í efni  

LOKXS24 -

Undanfari: Nemandi þarf að vera á 8. önn á starfsbraut.

Áfangalýsing:

Í áfanganum fá nemendur fræðslu um þá möguleika sem bjóðast að loknu námi á starfsbraut varðandi frekara nám, störf og áhugamál. Fjallað verður um sjálfstæða búsetu svo sem mismunandi búsetuform, færslu heimilisbókhalds, áætlanir um matarinnkaup, skipulagningu heimilishalds og fleira tengt því. Heilsusamlegt líferni verður til umfjöllunar og sá ávinningur sem felst í því. Þá er fjallað um réttindi, ábyrgð og skyldur einstaklinga sem borgara og þátttakenda í lýðræðissamfélagi. Einnig verður fjallað um þátt stéttarfélaga og hlutverk þeirra í samfélaginu og nemendur læra að lesa og skilja launaseðla og hvar sé hægt að nálgast þá sem og upplýsingar um þá. Að auki undirbúa nemendur útskrift að vori og sameiginlegt ferðalag.

Til baka

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.