LKN2912 - Lífsleikni
Undanfari: LKN 192
Áfangalýsing:
Í þessum áfanga búa nemendur sig undir þátttöku í samfélaginu með því að efla enn fremur félagslega færni sína og siðferðiskennd. Lögð verður áhersla á að efla samskiptagreind og jákvæða lífssýn nemenda og gera þeim kleift að takast á við kröfur og ögranir daglegs lífs. Umsjónarkennari sér áfram um kennslu áfangans og er þannig í beinum tengslum við umsjónarhóp sinn.