LKN1024 - Lífsleikni
Áfangalýsing:
Í þessum áfanga kynnast nemendur innviðum skólans, starfsháttum, námi, starfsfólki og félagslífi. Nemendur búa sig undir þátttöku í samfélaginu með því að efla enn fremur félagslegafærni og siðferðiskennd. Lögð verður áhersla á að efla samskiptagreind og jákvæða lífssýnnemenda og gera þeim kleift að takast á við kröfur og ögranir daglegs lífs. Umsjónarkennari sér um kennslu áfangans og er þannig í beinum tengslum við umsjónarhóp sinn.