Fara í efni  

LIF3024 - Lita- og formfræði

Undanfari: LIF102 og 202

Áfangalýsing:

Farið er yfir atriði er varða litaval og þær forsendur kynntar sem gengið er út frá við tillögugerð s.s. notkun rýmis, staðsetning þess og gerð. Fjallað er um áhrif mismun-andi ljósgjafa á liti, hvernig stærð, lögun og staðsetning rýmis skiptir sköpum fyrir áhrif lita. Lögð er áhersla á sálfræðileg áhrif lita, hvernig nota má liti og litatóna til að stækka eða minnka rými, skapa heit eða köld, örvandi eða róandi áhrif og til að leggja áherslu á sérkenni bygginga. Nemendur kynnast notkun tölva við litaval t.d. með heimsóknum í fyrirtæki. Kennslan fer fram með verkefnum þar sem nemendur vinna að tillögugerð og litalögun eftir gefnum forsendum og sýnishornum.

Til baka

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.