LIF2024 - Lita og formfræði
Áfangalýsing:
Í áfanganum er kynnt áframhaldandi samspil forma og lita þó með meiri áherslu á litafræði sem sérstakan áfanga fyrir nemendur í málaraiðn. Nemendum er kynnt mikilvægi þekkingar á litum og samspili lita og umhverfis almennt er stýra nánast okkar daglega lífi. Farið er yfir huglæga þætti litanna, sálræn áhrif þeirra og eiginleika og jafnframt efnisfræðilegan þátt lita og nálgun þeirra í umhverfi okkar. Kynning á frumgerðum efnisfræðilegrar uppbyggingar litakerfa og þeim mönnum sem að þeim stóðu allt fram á okkar daga. NCS-litakerfið er kynnt og hvernig staðið er að uppbyggingu þess og notkun sem hjálpartækis í samskiptum einstaklinga. Fjallað er um hversu nauðsynlegt er að arkitektar, ráðgjafar og málarar sem koma að sameiginlegum verkefnum þekki NCS-litakerfið, uppbyggingu og staðsetningu lita innan þess kerfis. Lögð er áhersla á litaskilning og litaþekkingu auk úrvinnslu á ýmsum þáttum NCS-litakerfis. Nemendur eru látnir leysa af hendi verkefni þessu tengd ásamt því að laga liti eftir gefnum sýnishornum með aðstoð NCS-litakerfis.