LIF1024 - Lita og formfræði
Áfangalýsing:
Áfanginn skiptist í grófum dráttum í tvennt. Annars vegar læra nemendur um grunnatriði rýmis- og handverkshönnunar með áherslu á form og liti og samspil þeirra og hins vegar er fjallað um helstu stíltímabil með áherslu á þróunina eftir iðnbyltinguna. Farið er yfir þróun innanhússhönnunar og lögð áhersla á að nemendur tileinki sér algengustu hugtök sem notuð eru í hönnun og fái innsýn í hefðbundið hönnunarferli. Mikilvægt er að nemendur öðlist sýn á mikilvægi hönnunar og þess að skoða hluti í víðara sögulegu og fagurfræðilegu samhengi. Kennsla fer fram með fyrirlestrum og verkefnum.