KMN1012 - Kynning á matvælanámi
Áfangalýsing:
Í áfanganum kynnast nemendur námsleiðum í matvæla og veitingagreinum og fá fræðslu um kröfur atvinnulífs til nema á sviðinu. Lögð verði áhersla á að styrkja samkennd nemenda og að efla tjáningarhæfni þeirra og sjálfstraust í að setja fram eigin skoðanir og kenningar um margvísleg málefni og rökræða þær sín á milli. Verkefni áfangans er að fjalla um störf og starfsmöguleika nemenda í matvæla- og framreiðslugreinum. Fjallað verður um einkenni starfa á sviðinu, starfsmöguleika, samvinnu skóla og vinnustaða í nám og kennslu. Áfanginn hét áður LKN131