KLP1036 - Klipping
Áfangalýsing:
Þessi áfangi felur í sér áfangana KLP102 og BLS101. Farið er yfir helstu hugtök Pivot Point kerfisins. Nemandi lærir að klippa jafn sítt, auknar styttur, jafnar styttur, fláa og þynningu, hann lærir að teikna verklýsingu af verki sínu. Nemandi lærir að blása blástursbylgjur í æfingarhöfuð herra.