ITH2036 - Iðnteikning háriðna
Undanfari: ITH203 eða SJL104
Áfangalýsing:
Farið verður í undirstöðuatriðin í litafræði og litablöndun. Nemendur öðlist þekkingu á hvernig litir eru blandaðir og hvernig litasamsetningar vinna saman. Einnig verður unnið með undirstöðuatriðin í formfræði og nemendur skoða hvernig myndflöturinn breytist eftir því hvernig línur og form skipta honum upp. Nemendur gera eigin tilraunir með línu, flöt og áferð í tengslum við hárgreiðslu, ljósmyndun, myndverk og auglýsingar.Skoðaðar verða hárgreiðslur fyrri tíma og þær færðar í nútímalegt horf í teikningu og unnar frjálsar útfærslur út frá því. Nemendur kynna sér einnig hárgreiðslustofur og hanna svo síðan sína eigin stofu, umhverfi, þjónustu og áherslu og hafa litafræðina og formfræðina til grundvallar. Nemendur kynna svo niðurstöður sínar og gagnrýna hvern annan á uppbyggilegan hátt. Tölvur skulu nýttar í vinnu áfangans til gagnasöfnunar.