Fara í efni  

IRM1024 - Iðnreikningur málmiðna

Undanfari: STÆ 102

Áfangalýsing:

Í áfanganum er lagður grunnur að hagnýtri beitingu eðlisfræðilegra lögmála í málmiðnaði. Áhersla lögð á að tengja lögmál eðlisfræðinnar við hagnýt úrlausnarefni, bæði dæmalausnir og tilraunir. Nemandinn þekki SI-einingakerfið og tengsl þess og geta notað það með stoð handbókar.Kunni að taka og skrá niður mælingar með hæfilegri nákvæmniskröfu.Kunni og geta reiknað undirstöðuatriði hlutfalla- og prósentureiknings. Geti lagt mat á massa hluta, þyngdarpunktslegu og heppilegan gripstað. Kunni að nýta sér gögn og meta tölulegar/ aðrar aðstæður, sem varða færslu þungra hluta. Þekki samspil flatar þrýstings og kraft. Þekki nýtingaraðferðir og stærðir varmaorku, bæði til hitunar og kælingar. Þekki lengdar- og rúmþenslu og geti leyst verkefni þeim tengt. Kunni að reikna hlutföll aflflutnigshjóla, t.d. fyrir reimar og keðjur. Geta metið aflþörf, snúningsaðstæður og aflnýtingu eftir gefnum forsendum. Þekki hugtakið skerhraði, og geti valið rétt fyrir rennsli, borun, logskurð o. þ. h. Geti gert grein fyrir og reiknað tog- og þrýstispennu, lengingu við tog og þrýstiálag ákveðinna kraftkerfa. Gert grein fyrir og reiknað skurðspennu, klippun, lokkun. Geta reiknað út og valið efni svo sem boltafestingar.

Til baka

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.