IGK1712 - Iðngreinakynning
Áfangalýsing:
Í áfanganum verður leitast við að gefa nemendum innsýn í verkstæðisvinnu á trésmíðaverkstæði. Unnin verða verkefni í vélum og höndum. Farið verður í útheflun, sögun, pússningu , borun, samsetningu og yfirborðsmeðferð. Verkefnin verða sniðin að nemendahópnum og miðuð að því að allir fari heim með smíðisgripi í annarlok. Mikilvægt er að nemendur mæti í fötum sem mega fá á sig lakk og bæs og geri sér grein fyri því að á trésmíðaverkstæðum er ryk.