HTL6036 - Lokaverkefni
Áfangalýsing:
Í áfanganum eiga nemendur að útfæra verk eftir eigin hugmynd og velja miðil eftir eigin áhugasviði. Nemendur geta valið að dýpka skilning á miðlum sem þeir hafa áður kynnst eða kynnt sér nýja. Nemendur skulu skipuleggja heildarvinnuferlið, frá hugmynd að endanlegri niðurstöðu, verki sem þeir sýna í lok annar. Verkið skal uppfylla kröfur um hugmyndaauðgi, listræna framsetningu og góðan frágang. Nemendum er frjálst að leita fanga eins víða og þeir telja nauðsynlegt til að ná fram settum markmiðum. Í lok áfangans eiga nemendur að draga reynslu sína saman í skriflegri greinargerð.