HTL4048 - Áferð á efni og bútasaumur.
Undanfari: HTL206 og FAT103
Áfangalýsing:
Haldið er áfram frá fyrri áfanga HTL206 í meðferð lita og annarra efna á tau. Lögð verður áhersla á áferð efna og yfirborðshönnun þeirra. Farið verður í frjálsa útsaumstækni, bæði í höndum og í vél. Farið verður í hugmynda- og skissuvinnu fyrir bútasaum og kennd undirstöðuatriði hans. Nemendur vinna allar prufur áfangans í tengslum við grunn-hugmynd. Nemendur vinna hugmynda- og prufumöppu ásamt dagbók yfir vinnu sína í áfanganum. Áhersla er lögð á sjálfstæð og skapandi vinnubrögð.