HTL1048 - Hönnun og hugmyndavinna
Áfangalýsing:
Í áfanganum kynnist nemandinn undirstöðuatriði alhliða hugmyndavinnu. Nemendur vinna eftir ferlinu frá því að hugmynd kviknar og þar til hún hefur fengið ákveðið form. Lögð er áhersla á sambandið milli hugmyndar, hráefnis, tækni, aðferða og listrænnar sköpunar, greiningar og túlkunar. Nemandinn fær þjálfun í að þróa hugmyndir sínar, starfa sjálfstætt, setja fram hugmyndir, meta og gagnrýna eigin verk. Hver nemandi kynnir verkefni sín og rökstyðja þær lausnir sem notaðar eru. Áhersla er lögð á umræður um verkefnin og að nemendur læri af hverjum öðrum. Auk þessa verður fjallað um helstu vefjarefnin, eiginleika þeirra og vinnslu á t.d. ull, bómull, hör, silki og hálf- og algerviefni.