HSP1036 - Heimspeki
Áfangalýsing:
HSP - 103 er kynning á og umfjöllun um nokkur frumhugtök heimspekilegra fræða á borð við rök, sannindi, þekkingu, vísindi og siðferði. Fjallað verður um ýmis sígild vandamál á sviði heimspekinnar og hvernig helstu heimspekingar sögunnar glímdu við þau. Samkvæmt sjálfsskilningi heimspekinnar er hún fyrst og fremst gagnrýnin hugsun sem er aftur undirstaða og kjölfesta allrar fræðimennsku.