HLI2024 - Hárlitun
Áfangalýsing:
Fjallað er um litaspjöld í áfanganum og kenndur greinarmunur milli helstu hárlitunarefna. Nemendur læra að gera spjaldskrá. Nemandi þjálfast í að lita hár samkvæmt óskum viðskiptavinar, greina hlutfall af gráu hári og ástand hárs. Nemandi beitir mismunandi aðferðum við lokkalitun, s.s með strípuhettu, í álpappír og með spaða. Nemandi lærir að leiðrétta mistök við háralitun.