HIK1048 - Hitakerfi
Undanfari: GBM
Áfangalýsing:
Í áfanganum læra nemendur um helstu hitakerfi sem nýta vatn sem varmabera, uppbyggingu þeirra og lagningu í byggingar. Farið er yfir val á hitakerfi og í framhaldi af því fjallað um lagnaleiðir, lagnaefni, tengingar og tengiaðferðir. Gerð er grein fyrir sérstæðum lagnakerfum, hvernig haga skal einangrun röra, hvenær þörf er á einangrun og fræðilega farið yfir einangrunargildi. Reiknað er út hitatap og mismunandi hitaþörf bygginga eftir eðli þeirra, reiknaðar út ofnastærðir og farið yfir allar helstu stýringar hitakerfa. Fjallað er um rörafestingar, hljóðburð frá lögnum og varnir gegn honum, lögð áhersla á brunavarnir vegna lagna og helstu brunavarnarefni. Nemandinn tekur sundur og setur saman loka, stýritæki fyrir þrýsting og hita, öryggisloka og ofnloka, tengir rör með mismunandi vélum og verkfærum, einangrar sýnileg rör, kynnist mismunandi mælum fyrir hita og þrýsting.