Fara í efni  

HGV1024 - Húsgagnaviðgerðir

Undanfari: Undanfarar: PLG 106 og SET 104

Áfangalýsing:

Í áfanganum læra nemendur um orsakir og eðli skemmda á húsgögnum, greiningu þeirra og hvernig ber að standa að viðgerðum með hliðsjón af þeirri efnisnotkun og vinnuaðferðum sem upphaflega voru viðhafðar. Jafnframt kynnast þeir forvörnum varðandi húsgögn og viðmiðum sem skapast hafa um hversu langt skal ganga í að nota gamalt handverk og eldri efni við viðhald og endurnýjun á eldri húsgögnum. Lögð er áhersla á að nemendur fái yfirsýn yfir fagsviðið og geti komið með heildar-lausnir fyrir viðskiptavini. Jafnframt er mikilvægt að nemendur geri sér grein fyrir takmörkunum sínum í húsgagnaviðgerðum. Kennsla er aðallega verkleg og fer fram með sýnikennslu og minni verkefnum þar sem nemendur læra rétta efnisnotkun og vinnuaðferðir.

Til baka

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.