HGR1036 - Hárgreiðsla
Áfangalýsing:
Nemandinn fær þjálfun í að rúlla upp og greiða hár á æfingarhöfði í mismunandi form samkvæmt Pivot Point kerfi og kynnist gerð og notkun verklýsingar sem hjálpartækis í hárgreiðslu. Að loknu námi í áfanganum á nemandinn að þekkja: a.m.k. þrjú mismunandi form á ísetningum og greiðslum, svosem beint aftur, stjörnu og múrsteinsupprúll. Viðeigandi hársnyrtiefni og áhöld við ísetningar og greiðslur. Gerð og notkun verklýsinga fyrir hárgreiðslu. Mismunandi form á bylgjugreiðslum. Notkun bylgjugreiðu og klípa. Nemandinn á að geta: útbúið rúllubrautir út frá einum punkti samkvæmt Pivot Point kerfi: í miðju, hliðum og við eyrun. Túperað og greitt úr mismunandi upprúllum á æfingarhöfðum. Greitt fjórar blautbylgjur upp frá enni og með hliðarskiptingu ásamt þurrkun og úrgreiðslu. Gert klípuupprúll í æfingarhöfði þannig að út komi fjórar bylgjur með eða án hliðarskiptingar ásamt þurrkun og úrgreiðslu. Nemandinn á að hafa gott vald á: skiptingum á brautum, skaftgreiðu, greiðu og bursta.