HAG2136 - Hagstjórn
Undanfari: ÞJÓ 103
Áfangalýsing:
Áfanginn miðar að því að auka skilning nemandans á starfsemi þjóðarbúsins og hreyfiöflum efnahagsþróunar. Innra samhengi í hagkerfinu er skýrt með hjálp efnahagshringrásarinnar og með einföldum líkönum. Fjallað er um markmið hagstjórnunar og helstu hagstjórnartæki. Kynntar eru meginstefnur og straumar sem tengjast hagfræði þjóðarbúsins. Fjallað er um markaðskerfið og nokkur grundvallareinkenni þess. Hegðun fyrirtækja í mismunandi samkeppnisformum er skoðuð og fjallað um áhrif fullkominnar og ófullkominnar samkeppni á velferð neytenda. Komið er inn á kenningar um ytri áhrif og markaðsbresti með áherslu á umhverfisvandamál sem skapast af framleiðslu og neyslu í iðnvæddum samfélögum. Viðfangsefni: Efnahagshringrás, heildareftirspurn, heildarframboð, (raun)þjóðartekjur, verðlag, margföldunaráhrif, fjármálastjórn, peningamálastjórn, ríkisfjármál, vaxtastig, tenging vörumarkaðar og peningamarkaðar, gengisstjórn, raungengi, kenningar Keynes, klassísk hagfræði, framboðshyggja, skynsamlegar væntingar. Fullkomin samkeppni, einokun, fákeppni, einokunarsamkeppni, velferðarauki, ytri áhrif, markaðsbrestir, samfélagslegar vörur.