FTK2012 - Fagteikning rafeindavirkja
Undanfari: FTK2012
Áfangalýsing:
Í áfanganum læra nemendur á grunnatriði í AutoCAD og tæknireglur um fjarskiptalagnir í íbúðarhúsnæði og vinna með teiknitákn blokkmynda og kerfa með áherslu á loftnetskerfi. Ætlast er til að nemendur geti teiknað upp loftnetskerfi með stöðluðum táknum og gengið frá til útboðs eða fylgigagns með kerfi. Nemendur fá enn fremur innsýn í teikningar dyrasímakerfa og eftirlitskerfa. Í upphafi áfanga teikna nemendur einfalt loftnetskerfi í einbýli samkvæmt forskrift kennara en í lok áfanga skulu þeir teikna flókið loftnetskerfi í 20 íbúða blokk með loftnetum, dreifimögnurum, stjörnutengingum og a.m.k. 5 dósum í íbúð. Nemendur reikna út styrk merkis á hverjum stað og hanna kerfið þannig að allar dósir skili merki skv. tæknireglum.