Fara í efni  

FRL2036 - Forritanleg raflagnakerfi

Áfangalýsing:

Í ţessum áfanga kynnast nemendur flóknari forritanlegum raflagnakerfum, tilgangi ţeirra og möguleikum. Ađ minnsta kosti einu slíku kerfi eru gerđ ýtarleg skil. Nemendur leggja nauđsynlegar lagnir og fá ţjálfun í ađ tengja búnađ og forrita kerfiđ ţannig ađ ţeir geti á sjálfstćđan hátt gengiđ frá slíku kerfi til fulls og leiđbeint öđrum um notkun ţess. Fjallađ er um undirbúning og skipulag stćrri stjórnunarkerfa. Nemendur forrita flóknari kerfi ţar sem ţeir fara dýpra í forritun einstakra íhluta forritanlegra kerfa og útbúa ýtarlegar handbćkur. Ennfremur er fariđ í hitastjórnun, stjórnun gluggatjalda o. fl., kynnt notkun upplýsingaskjáa og notkun veđurstöđva. Ţá kynnast nemendur skipulagi og forritun fyrir ljósasenur.

Til baka

Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00