FJS3036 - Fjarskiptatækni
Áfangalýsing:
Í áfanganum eru tekin fyrir loftnetskerfi fyrir hærri tíðni og fjallað um mismunandi mótunaraðferðir. Kennd er notkun mælitækja til mælinga á boðskiptalögnum með loftnetsmæli og tíðnirófsgreini. Farið er í Catkerfi, ljósleiðarakerfi og stærri loftnetskerfi með millitíðnigreiningu og A/Dumbreytingu með CAT 5-dreifingu á merki í stafrænu formi. Þá er fjallað um efnistöku, verðútreikninga og tilboðsgerð og gerðar mælingaráætlanir og mælingar á loftnetskerfi ásamt skýrslugerð. Bilanaleit í rafeindabúnaði. Smíði og samsetning á rafeindatæki.