Fara í efni  

FJS2036 - Fjarskiptatækni

Undanfari: FJS1036

Áfangalýsing:

Í þessum áfanga er lögð áhersla á stafræna mótun og stafræna móttöku. Farið er í loftnetskerfi og síun á óæskilegum merkjum (filteringar). Fjallað er um mismunandi tíðnisvið. Lögð er áhersla á að nemendur nái góðum tökum á notkun loftnetsmæla og tíðnirófsgreini bæði fyrir hliðræn merki og stafræn merki. Nemendur læra að hanna og teikna einföld loftnetskerfi sem þeir svo setja upp samkvæmt reglum um styrk merkja í loftnetskerfum. Ætlast er til að nemendur séu færir um að setja upp loftnetskerfi fyrir tuttugu notendur sem dreifir merki frá einu fjölmerkja kerfi (fjölvarp).

Til baka

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.