FFK1036 - Fagfræði kjötiðna I
Áfangalýsing:
Í áfanganum er kennd meðferð og umhirða handverkfæra, auk þess er kennt hvernig leggja á og stála hnífa. Nemendur fá fræðslu um grundvallaratriði í uppbyggingu vöðva, heiti og nýtingu þeirra ásamt hinum ýmsu hlutunaraðferðum á sláturdýrum. Nemendur læra að raða í kjötborð og skreyta það, verðmerkja vörur og fylla á eftir þörfum. Nemandi lærir mikilvægi snyrtimennsku í klæðnaði og öllum hlífðarfatnaði við afgreiðslu úr kjötborði til að vekja traust og trúnað hjá viðskiptavinum. Nemendur læra að kryddleggja kjöt og búa til samsetta tilbúna rétti. Kennd er pökkun og nemendur fá fræðslu um pökkunarvélar, verðmerkingar og innihaldslýsingar. Nemendur læra um geymsluaðferðir kjöts og kjötvara með tilliti til gæða vörunnar. Þeir fá fræðslu um mismunandi matreiðsluaðferðir og ferli vöruþróunar. Ennfremur um mikilvægi skráningar á öllu sem hefur áhrif á meðferð, geymsluþol, útlit, bragð, hollustu, verðmyndun vöru.