FAT1036 - Fatasaumur
Áfangalýsing:
Lögð er áhersla á vinnu með tilbúin snið og grunnsnið. Kennt að taka mál og framkvæma einfaldar sniðbreytingar og sniðútfærslur á grunnsniðum út frá eigin hugmyndum. Kennt að leggja snið á efni og merkja fyrir saumförum. Nemendur læra á saumavél, sauma prufur og einfaldar flíkur. Lögð er megináhersla á að nemendur læri að fylgja verkinu eftir frá hugmynd að fullunnu verki og temji sér sjálfstæð og vönduð vinnubrögð.