Fara í efni  

FAT1024 - Fatasaumur

Áfangalýsing:

Einfaldur fatasaumur. Eingöngu er unnið út frá tilbúnum sniðum. Ætlað byrjendum og þeim sem vilja stuðning við saumþjðálfun. Í áfanganum er lögð áhersla á máltöku og gerðar einfaldar sniðbreytingar. Kennt er að taka snið upp úr blöðum, leggja snið rétt á efni og merkja fyrir saumförum. Lögð er áhersla á þjálfun í vélsaum og notkun saumaáhalda. Saumaðar eru prufur og einfaldar flíkur. Megináhersla er að nemendur temji sér sjálfstæð og vönduð vinnubrögð.

Til baka

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00, nema föstudaga frá kl 08:00-13:00.