ENS5736 - Enska
Undanfari: ENS4036, ENS4236 eða ENS4436
Áfangalýsing:
Í þessum áfanga er lögð áhersla á þemavinnu sem tengist bókmenntum og bókmenntasögu. Ágrip af enskri bókmenntasögu tekin fyrir með það fyrir augum að nemendur geti tekist á við lestur texta frá ólíkum tímabilum. Unnið verður áfram með þá færni sem nemendur hafa tileinkað sér í fyrri áföngum og lögð áherslu á alla færniþætti í náminu. Áfram er unnið að því að gera málnotkun nemenda markvissari og fágaðri. Mikilvægt er að tryggja virkni nemandans í kennslustundum.