ENS2124 - Enska
Áfangalýsing:
Lestur: Að nemandinn geti lesið þyngri texta en í fyrri áföngum (ENS 102/202), geti beitt mismunandi lestraraðferðum og sé fær um að notfæra sér mismunandi hjálpargögn við lestur. Hlustun: Að nemandinn geti skilið einfalt, ótextað sjónvarpsefni, myndefni, margmiðlunarefni, útvarpsefni o.s.frv., geti fylgst með og skilið megininntak orðræðu þegar fjallað er um nokkuð sérhæft efni sem hann þekkir og tengist þeim efnisflokkum sem fjallað er um í kennslustundum sem og grunnþáttum Aðalnámsskrár, þ.á.m. sjálfbærni, jafnrétti, heilbrigði og velferð. Tal: Að nemandinn geti tjáð sig við algengustu aðstæður í daglegu lífi, geti talað með eðlilegum hraða, geti gefið til kynna virka hlustun með viðeigandi smáorðum eða upphrópunum og geti notað hikorð og nýjan orðaforða sem unnið hefur verið með í efnisflokkum áfangans í nýju samhengi til að tjá eigin hugsun, skoðanir o.s.frv. Ritun: Að nemandinn geti tjáð sig skriflega á skipulegan hátt og í nokkuð löngu máli (40-60 línur eða lengra), hafi náð tökum á grundvallaratriðum í ritgerðasmíð (upphaf, miðja, endir, röksemdafærsla, skipting í efnisgreinar), geti nýtt orðabækur. Lögð er aukin áhersla á sköpun þar sem nemendur vinna sameiginlega að fjölbreyttum verkefnum.