ENS2024 - Enska
Undanfari: ENS102
Áfangalýsing:
Gerðar eru meiri kröfur um sjálfstæð vinnubrögð. Rifjuð er upp málfræði úr ENS 102 og henni haldið áfram í tengslum við texta og annað efni. Aukin áhersla lögð á lestur fjölbreyttari og þyngri texta, bæði vandlega lesna til að auka hagnýtan orðaforða og hraðlesna til að þjálfa heildarskilning. Enskt talmál æft og skriflegi þátturinn þjálfaður með fjölbreyttum æfingum, m.a. í tengslum við efnið. Nemendum leiðbeint um notkun orðabóka. Námsmat byggist á verkefnum úr skáldsögu, ritunarverkefnum, kaflaprófum og lokaprófi.