Fara í efni  

ELM1036 - Eldri málningaaðferðir

Áfangalýsing:

Í áfanganum fá nemendur kynningu á eldri málningaraðferðum og málningarefnum sem notuð eru við endurgerð og varðveislu gamalla bygginga og innanstokksmuna. Þeir læra um þróun málningarefna, aðferða og áhalda í gegnum tíðina og kynnast lögum og reglum sem gilda um friðuð hús hér á landi. Gerð er grein fyrir helstu málningarefnum fyrri tíma s.s. límfarva, línolíu-, kalk- og temperamálningu, upp-byggingu þeirra, eiginleikum og notkun. Í framhaldi af því er fjallað um málun marmara- og viðarlíkinga og vinna nemendur einföld verkefni á því sviði. Skoðaðar eru gamlar og uppgerðar byggingar en kennsla í áfanganum byggist einkum á verklegum æfingum með viðkomandi efnum þar sem komið er inn á allt ferlið frá því að málningin verður til og þangað til hún er borin á.

Til baka

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.